Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

DAGSKRÁ SKÁKDAGSINS

Skák er skemmtileg: Fjölbreytt dagskrá á Skákdaginn 26. janúar 2012

Á Skákdaginn verður teflt um allt land og í fjölmörgum skólum meðal annars Laugalækjarskóla, Salaskóla, nemendur Ölduselsskóla verða með skákkynningu á leikskólanum Seljaborg, Unnsteinn Sigurjónsson mun tefla fjöltefli við nemendur í grunnskóla Bolungarvíkur og teflt verður í fjölda leikskóla.

Skákhreyfingin hvetur alla Íslendinga til að taka þátt í Skákdeginum, til heiðurs Friðrik, með einum eða öðrum hætti. Allir geta verið með: í sundlaugum, kaffihúsum, fjölteflum, hraðskákmótum - eða í stofunni heima. Kjörorð dagsins er: Upp með taflið!

Athugið er að hér ekki um tæmandi viðburðalista að ræða. Út um allt land - og víða um heim - leggja Íslendingar á ráðin um Skákdaginn 26. janúar 2012.

Hægt er að fylgjast með fréttum og viðburðum á skakdagurinn.blog.is.

07:30 Skákdagurinn hefst klukkan hálfátta á fimmtudagsmorgun með fjöltefli Björns Þorfinnssonar alþjóðlegs skákmeistara ofan í Laugardalslaug. Þátttakendur eru Hilmir Freyr Heimisson, Heimir Páll Ragnarsson, Donika Kolica, Hrund Hauksdóttir og Kristján Örn Elíasson.

07:30 Viðtal við Friðrik Ólafsson á Rás 2.

08:00 Á Akureyri verður sundlaugarskáksett vígt í Akureyrarlaug klukkan átta. Gestum laugarinnar býðst að tefla við Akureyrarmeistarann Smára Ólafsson.

08:10 Ötulasti skákkennari landsins hefur sinn daglega rúnt milli grunnskóla í Reykjavík. Björn Ívar Karlsson kennir í 15 skólum í viku hverri og þennan fimmtudaginn verða þeir þrír; Húsaskóli, Korpuskóli og Hlíðaskóli.

09:00 Skákhátíð hefst í Grímsey og stendur allan daginn.

09:30 Þröstur Þórhallsson stórmeistari teflir fjöltefli við nemendur Víkur- og Korpuskóla.

10:00   Alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnson teflir annað fjöltefli sitt og nú við nemendur Laugarnesskóla.

11:00 Skákgleði hefst á leikskólanum Marbakka í Kópavogi. Skákgleði og söngvar meðal elstu leikskólabarna stjórnað af stórmeistara kvenna Lenku Ptáčníková.

10:00 Hjörvar Steinn Grétarsson teflir kappskák við íslensku þjóðina gegnum netið. Hægt verður að velja milli þriggja leikja og koma valmöguleikarnir fram á http://www.skak.is/  Hjörvar lagði nýlega Shirov, sem hefur teflt hefur um heimsmeistaratitilinn. Getur þjóðin sigrað Hjörvar?

10:00 Skáksamband Austurlands annast kennslu fyrir börn í Egilsstaðaskóla mestallan daginn.

10:00 Hraðskákeinvígi stórmeistarans Stefáns Kristjánssonar og alþjóðlega meistarans Braga Þorfinnssonar hefst í Kringlunni. Landsliðsmennirnir munu ekki hætta að tefla fyrren annar þeirra sigrar í 50 skákum. Skákir einvígisins verða í beinni á skák.is

11:00 Skákmót fyrir börn og fullorðna í Finnbogarstaðaskóla Trékyllisvík.

11:00 Skákgleði hefst á leikskólanum Marbakka í Kópavogi. Skákgleði og söngvar meðal elstu leikskólabarna stjórnað af stórmeistara kvenna Lensku Lenka Ptáčníková.

12:00 Starfsmenn Vodafone halda skákdaginn hátíðlegan í hádeginu með hraðskákum og tefla svo fram eftir degi.

12:00 Starfsmenn Íslandsbanka grípa í tafl.

13:00 TOYOTA-skákmót heldri skákmanna hefst í höfuðstöðvum TOYOTA. Friðrik Ólafsson leikur fyrsta leikinn.

13:00 Mikið skákstarf er unnið í Lágafellsskóla Mosfellsbæ og ber mót dagsins hina skemmtilegu nafngift Litla Friðriksmótið.

13:00 Ungstirnin í Grafarvogi tefla um meistaratitil Rimaskóla. Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði á mótinu mörg ár í röð en núverandi meistari er Jón Trausti Harðarson.

13:00 Minningarmót um Björn Sölva Sigurjónsson FIDE-meistarann verður haldið í VIN, Hverfisgötu 47. Björn var einn af sterkustu mönnum Skákfélags Vinjar og heiðra nú minningu fyrrum félaga.

14:00 Þröstur Þórhallsson teflir sitt þriðja fjöltefli um daginn. Í þetta skiptið við leikskólabörn á Laufásborg.

14:00 Friðrik heimsækir Ríkisútvarpið og teflir fjöltefli við starfsmenn. Árið 1956 sat íslenska þjóðin límd við útvarpstækin og fylgdist með beinum útsendingum frá skákum Friðriks Ólafssonar á stórmótinu í Hastings. Þar vann Friðrik glæstan sigur, sem sýndi að hann var kominn í hóp þeirra allra bestu.

16:00 Helgi Ólafsson teflir fjöltefli á Hyrnutorgi í Borgarnesi. Helgi hefur í mörg ár heimsótt Borgarnes og staðið fyrir kennslu í Borgarfirði. Upp úr þeirri kennslu kom meðal annars landsliðskonan Tinna Kristín Finnbogadóttir sem hefur  ásamt móður sinni forgöngu fyrir vígslu skáksundlaugarsetts í Borgarnesi í tilefni dagsins.

16:00 Um miðjan daginn mæta kaffihúsaskákmenn miðborgarinnar á Cafe Haíti sem er sívaxandi skákmiðstöð. Skák og pönnukökur! Allir velkomnir.

16:30 Skákmeistari Landsbankans. Fyrsti leikurinn verður leikinn fyrir eitt af afmælisbörnum dagsins, fyrrum ólympíumeistarann Bergstein Einarsson.

17:00  Hinn ungi meistari Jón Kristinn Þorgeirsson teflir við gesti og gangandi í Pennanum-Eymundsson á Akureyri. Jón verður með 1 mínútu gegn fimm!

18:00 Heldri skákmenn Reykjavíkur standa fyrir öðru stórmóti sínu þennan dag að þessu sinni verða þeir í Gallerí Skák Bolholti. Fyrsta kappteflið af fjórum um Friðrikskónginn. Friðrik mætir um áttaleytið og áritar Taflkónginn. Skákmenn á öllum aldri velkomnir.

19:00 Víkingaklúbburinn býður skákmönnum á Dubliners í miðbæ Reykjavíkur þar sem fram fer Víkingaskákmót.

19:00 Skákfélag fjölskyldunnar verður stofnað í húsakynnum Skáksambands Íslands, Facafeni 12. Að stofnun félagsins stendur kraftmikið fólk, sem kemur með nýja sýn á heim skákarinnar. Foreldrar skákbarna, sem og afar og ömmur og aðrir ættingjar, eru hvattir til að fylgjast með starfi félagsins. Þátttaka er ókeypis og án skuldbindinga.

19:30 Krakkaskákmót á vegum Taflfélags Garðabæjar í gamla betrunarhúsinu.

19:30 Fimmtudagsmót hjá TR í félagsheimili þeirra að Faxafeni 12. Allir velkomnir.

20:00 Hraðskákmót, "Friðriksmót", verður haldið fimmtud. að Koltröð 4, Egilsstöðum.

20:00 Þriðja umferð hefst í Gestamóti Goðans Faxafeni 12. Gestamót Goðans er skemmtileg nýjung í hinn mikla skákmánuð janúar. Á mótinu tefla fyrrum Íslandsmeistarar, fyrrum Ólympíumeistarar og fjölmargir titilhafar.

20:00 Goðinn hefur tvær starfsstöðvar og á heimavellinum í Húsavík verður opið hús og kynning á félaginu. Hermann Aðalsteinsson fer fyrir sínum mönnum.

20:00 Mátar halda skákmót í húsakynnum sínum að Garðatorgi. Hefur félagsmönnum verið tilkynnt um leynigest og spennandi að sjá hver það verður.

20:00 Skákæfing í Dvalarheimilinu Barmahlíð Reykhólasveit. Hlynur Þór Magnússon sér um æfinguna og von er á góðum gestum og ber að nefna sjálfan Jón Kristinsson fyrrverandi Íslandsmeistara í skák.

20:00 Skákmenn á Siglufirði hittast í Safnaðarheimili staðarins. Skák hefur verið kennd í Grunnskólanum í vetur og mælst vel fyrir.

20:00 Opið hús hjá Skákfélagi Akureyrar. Skákfélagsmenn fara yfir perlur með Friðrik. Hann sigraði fleiri heimsmeistara en nokkur annar Íslendingur.

20:00 Atskákmót Sauðárkróks í Safnahúsi staðarins. Allir velkomnir.

22:30 Hellismenn standa fyrir Íslandsmótinu í ofurhraðskák á ICC en umhugsunartíminn er aðeins 2 mínútur á hverja skák. Eru netverjar hvattir til að fylgjast með þeim sviptingum.


Björn treður marvaðann á Skákdaginn!

 falleg fjölskylda

Ásamt því að vera í landsliði Íslands í skák er Björn fjölskyldufaðir í Vesturbænum og fögur er hlíðin!


Björn Þorfinnsson alþjóðlegur skákmeistari og landsliðsmaður teflir fjöltefli í Laugardalslaug klukkan sjö að morgni fimmtudagsins 26. janúar. Þann dag er Skákdagur Íslands haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn, tileinkaður Friðrik Ólafsson stórmeistara, sem verður 77 ára þennan dag.


 Meðal andstæðinga Björns í lauginni verða Hilmir Freyr Heimisson og Heimir Páll Ragnarsson, sem báðir eru eitilharðir skákmenn af yngri kynslóðinni. Þær Hrund Hauksdóttir og Donika Kolica eru ekki síður efnilegar, og þá mun gamla brýnið Kristján Örn Elíasson einnig spreyta sig gegn Birni í lauginni.


 Skák nýtur sívaxandi hylli í Laugardalslaug, eftir að Skákakademía Reykjavíkur gaf fljótandi taflsett í heita pottinn. Björn Þorfinnsson ætlar hinsvegar ekki að láta sig muna um að tefla í djúpu lauginni, sem þýðir að hann þarf að synda vænan sprett meðan hann teflir!


Myndasamkeppni á Skákdaginn

 Það styttist í Skákdaginn og margir skemmtilegir viðburðir sem liggja fyrir.

 Á Skákdaginn verður haldinn skemmtileg myndasamkeppni; skákunnendur landsins geta þá sent inn skákmynd á facebook síðu Skákdagsins.

http://www.facebook.com/#!/events/210371052385959/

Það verður margt skemmtilegt myndaefnið þennan dag; Fjöltefli Björns Þorfinnssonar ofan í Laugardalslaug verður athyglisvert, hraðskákeinvígi Stefáns og Braga í Kringlunni, baráttan á Gestamóti Goðans verður í algleymingi, hraðskákáskorun Jóns Kristins Þorgeirssonar á Akureyri svo og fjölmargir viðburðir um allt land.

Vegleg verðlaun í boði fyrir þann sem sendir inn skemmtilegustu myndina.


Dagskrá Skákdagsins

Viðbrögð við Skákdeginum hafa verið engu lík og stefnir í taflmennsku um allt land. Afrek Friðriks Ólafssonar lifa meðal þjóðarinnar enda var hann sannkölluð þjóðfrelsishetja í ungu lýðveldi Íslands um miðja síðustu öld.

Dagskrá Skákdagsins 2012

Rétt er að taka fram að fleiri viðburðir eiga eftir að bætast í dagskránna.

07:00 Björn Þorfinnsson teflir fjöltefli ofan í laugardalslaug.

08:30 Þröstur Þórhallsson teflir fjöltefli við nemendur Víkur- og Korpuskóla.

10:00 Hjörvar Steinn Grétarsson teflir við þjóðina gegnum netið.

10:00 Hraðskákeinvígi Stefáns Kristjánssonar og Braga Þorfinnssonar hefst í Kringlunni. Stefnt er að Íslandsmeti.

13:00 Meistaramót Rimaskóla.

13:00 TOYOTA-skákmót heldri skákmanna í höfuðstöðvum TOYOTA - Friðrik Ólafsson setur mótið.

13:00 Minningarskákmót um Björn Sigurjónsson haldið í VIN á Hverfisgötu 47.

16:00 Fjöltefli Helga Ólafssonar á Hyrnutorgi í Borgarnesi.

16:00 Forgjafarskákmót á Cafe Haítí í Reykjavík.

17:00 Skákmót í Eymundsson á Akureyri.

18:00 Skákmót í Gallerí Skák í Bolholti - teflt er um veglegan grip úr einkasafni Friðriks Ólafssonar.

19:00 Stofnfundur Skákfélags fjölskyldunnar - haldinn í Skáksambandinu.

20:00 Skákæfing á dvalarheimili aldraðra Reykhólasveit.

20:00 Opið hús hjá Goðanum á Húsavík - kynning á félaginu.

20:00 Opið hús hjá Skákfélagi Akureyrar - farið yfir gamlar skákir Friðriks.

22:30 Íslandsmótið í ofurhraðskák á ICC í umsjón Taflfélagsins Hellis. 2 mínútur í umhugsunartíma.

Fyrir utan þessa viðburði verða fjölmargir viðburðir í skólum og fyrirtækjum. Má nefna meistaramót Landsbankans, skákþrautakeppni í Salaskóla og litla Friðriksmótið í Lágafellsskóla Mosfellsbæ.

Skáksett verða vígð í nokkrum sundlaugum landsins og mun skólastjóri Fellaskóla Sverrir Gestsson tefla fyrstu skákina í sundlaug Egilsstaða gegn frjálsíþróttagoðsögninni Hreini Halldórssyni.

FacebooksíðaSkákdagsins;http://www.facebook.com/#!/events/210371052385959/

Upplýsingar um fleiri viðburði mega endilega vera sendar á  skakakademia@skakakademia.is þar sem öllum fyrirspurnum er einnig svarað.


Skákdagurinn haldinn fimmtudagur 26. janúar um allt land!

fri_rik_lafsson_955055
 

Skáksamband Íslands og

Skákakademía Reykjavíkur

kynna Skákdaginn

Skákdagurinn verður haldinn um allt land fimmtudaginn 26. janúar

- á afmælisdegi fyrsta stórmeistara Íslendinga Friðriks Ólafssonar.

Á Skákdeginum verður teflt um allt Ísland, til sjávar og sveita. Taflfélög, skákklúbbar, grunnskólar, fyrirtæki, sundlaugar og fleiri sameinast um að það verði teflt sem víðast á Íslandi og sem flestir landsmenn á öllum aldri setjist að tafli.

Stefán Kristjánsson nýjasti stórmeistari Íslendinga og Bragi Þorfinnsson landsliðsmaður munu tefla 100 skáka hraðskákeinvígi í Kringlunni.

Hjörvar Steinn Grétarsson landsliðsmaður mun tefla við þjóðina gegnum netið.

Skákdagurinn verður settur þegar alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson teflir fjöltefli ofan í laugardalslaug.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband