Færsluflokkur: Bloggar
Skákdagurinn haldinn fimmtudagur 26. janúar um allt land!
20.1.2012 | 14:07
Skáksamband Íslands og
Skákakademía Reykjavíkur
kynna Skákdaginn
Skákdagurinn verður haldinn um allt land fimmtudaginn 26. janúar
- á afmælisdegi fyrsta stórmeistara Íslendinga Friðriks Ólafssonar.
Á Skákdeginum verður teflt um allt Ísland, til sjávar og sveita. Taflfélög, skákklúbbar, grunnskólar, fyrirtæki, sundlaugar og fleiri sameinast um að það verði teflt sem víðast á Íslandi og sem flestir landsmenn á öllum aldri setjist að tafli.
Stefán Kristjánsson nýjasti stórmeistari Íslendinga og Bragi Þorfinnsson landsliðsmaður munu tefla 100 skáka hraðskákeinvígi í Kringlunni.
Hjörvar Steinn Grétarsson landsliðsmaður mun tefla við þjóðina gegnum netið.
Skákdagurinn verður settur þegar alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson teflir fjöltefli ofan í laugardalslaug.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)